Á stjórnarfundi UMFÍ, sem haldinn verður 20. janúar í Reykjavík, verður ákveðið hvar mótið verður haldið í sumar. Á þessum stöðum sem sækja um að halda unglingalandsmótið í sumar hafa ýmist Landsmót og Unglingalandsmót verið haldin áður. Fyrsta flokks aðstaða er fyrir á þessum stöðum.
Á stjórnarfundi UMFÍ sem haldinn var 5. janúar lá fram bréf frá HSH um að mótið færi fram í Grundarfirði og Stykkishólmi. Stjórn UMFÍ félst ekki á það og var ákveðið að auglýsa eftir nýjum mótshaldara.
Stjórn UMFÍ leitaði til sambandsaðila og þeim gefinn kostur á að taka að sér framkvæmd Unglingalandsmótsins í sumar. Þetta kemur fram á vef UMFÍ.