Ávörp flytja Björn Ingimarsson formaður Menningarráðs Eyþings og Karítas H. Gunnarsdóttir skrifstofustjóri menningarmála í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Auk þeirra verða viðstaddir styrkþegar menningarráðs, sveitarstjórnarmenn og gestir. Menningarráðið leggur jafnan áherslu á að þau verkefni sem hljóta styrki efli á einhvern hátt samstarf og/eða samvinnu í menningarmálum á Norðausturlandi eða dragi fram menningarleg sérkenni svæðisins. Áherslur við úthlutun þessa árs eru meðal annars verkefni sem stuðla að samvinnu atvinnumanna í listum og leikmanna, verkefni sem hvetja til samvinnu ólíkra þjóðarbrota í samstarfi við Íslendinga, verkefni sem efla þekkingu og fræðslu á sviði menningar og lista og verkefni sem efla atvinnustarfsemi á sviði menningar og lista, segir í fréttatilkynningu.