Fimm manns í einangrun FSA vegna pestar

Fimm manns eru í einangrun á Sjúkrahúsinu á Akureyri, FSA, vegna pestar sem herjar á bæjarbúa. Guðjón Kristjánsson, sérfræðingur á lyfjadeild sjúkrahússins segir pestina bráðsmitandi. Svokölluð Nóróveira hefur herjað á Akureyringa í desembermánuði. Einkennin eru uppköst og niðurgangur, fólk er þungt haldið og slær niður aftur.  

Á lyfjadeild Sjúkrahússins Akureyri eru fimm manns í einangrun vegna pestarinnar og kapp lagt á að koma í veg fyrir að aðrir sjúklingar deildarinnar smitist. Hvorki á Landspítalanum né á Læknavaktinni í Reykjavík kannaðist starfsfólk við að upp- og niðurgangur gerðu fólki á höfuðborgarsvæðinu lífið leit. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Nýjast