Um helgina fara fram æfingar hjá forvalshópi U17 ára landsliði karla og kvenna í blaki fyrir Norðurlandamótið sem haldið verður dagana 20.-22. desember næstkomandi í Ikast í Danmörku. KA eiga fimm fulltrúa í hópunum, einn í karlaflokki en fjóra í kvennaflokki.
Í karlaflokki var Jóhann Eiríksson valinn en í kvennaflokki þær Auður Anna Jónsdóttir, Harpa Björnsdóttir, Ísey Dísa Hávarsdóttir og Sesselja Fanneyjardóttir. Æfingar hjá kvennaliðinu fara fram á Neskaupsstað en hjá körlunum verður æft í Kópavogi.
Strax eftir helgi verður svo tilkynnt um lokahópinn sem heldur utan til Danmerkur.