Fimm ára laxveiðimaður

Ásgeir Marinó Baldvinsson, 5 ára strákur  sem var að veiða í Skjálfandafljóti með pabba sínum, Baldvini H. Ásgeirssyni, um helgina fékk þennan 3,5 punda lax á veiðistöng sem var varla mikið stærri en fiskurinn. Það tók góðar 10 mín. að ná fiskinum á land enda bauð stöngin ekki upp á nein átök. Þetta er annar laxinn sem Ásgeir Marinó veiðir og mætti því segja að hann sé fiskinn strákurinn. Systir hans þriggja ára fékk líka einn fisk sem var þó mun minni.

Nýjast