Fimm ára drengur á batavegi eftir að hafa orðið fyrir bíl

Fimm ára drengur sem varð fyrir bíl á Hörgárbraut norðan við Skarðshlíð á Akureyri síðdegis í gær er á batavegi. Drengurinn slasaðist töluvert og var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri.

Samkvæmt upplýsingum frá sjúkrahúsinu gekkst drengurinn undir aðgerð í gær og liggur enn inni. Hann er ekki í lífshættu og er á góðum batavegi að sögn læknis.

Umferðarslys á umræddri götu hafa verið tíð undanfarin ár og í nokkrum tilfellum keyrt á gangandi vegfarendur. Íbúar í grennd við götuna hafa lýst yfir áhyggjum útaf slysahættu við götuna og var mikil umræða á meðal íbúa hverfsins eftir slysið í gær.

Unnið er að því að setja upp gangbrautarljós við götuna til að auka öryggi vegfarenda.

Nýjast