Gymnova þrepamót í áhaldafimleikum var haldið í Kópavógi sl. laugardag og þar átti Fimleikafélag Akureyrar 21 keppenda. Krakkarnir stóðu sig með prýði á mótinu og vann félagið til fjögurra verðlauna en keppt var í 3., 4. og 5. Þrepi drengja og 3. og 4. Þrepi stúlkna.
Ögri Harðarson hafnaði í 2. sæti í 5. Þrepi drengja, Harpa Lind Þrastardóttir lenti í 3. sæti í 4. Þrepi stúlkna 11 ára, Margrét Jóhannsdóttir hafnaði einnig í 3. sæti í 4. Þrepi stúlkna 12 ára og eldri og Kamilla S. Jónsdóttir lenti í 2. sæti í 4. Þrepi stúlkna 12 ára og eldri.