Filip Szcewzyk leikmaður KA og Miglena Apostolova leikmaður Þróttar úr Neskaupsstað voru í gær valin bestu leikmenn MIKASA- deildarinnar í blaki á lokahófi Blaksambandsins sem fram fór í Fagralundi í Kópavogi. Filip var einnig valinn besti uppspilarinn.
KA hlaut tvenn önnur verðlaun í hófinu. Piotr Kempisty var valinn besti sóknarmaðurinn í karlaflokki og Auður Anna Jónsdóttir var valinn besti sóknarmaðurinn í kvennaflokki.
Helstu viðurkenningar:
Úrvalslið Mikasadeildar karla:
Bestur í sókn: Piotr Kempisty, KA
Bestur í uppgjöf: Emil Gunnarsson, Stjörnunni
Bestur í hávörn: Alexander Stefánsson, HK
Besti uppspilarinn: Filip Szcewzyk, KA
Besti frelsinginn: Reynir Árnason, HK
Besti þjálfarinn: Zdravko Demirev, HK
Úrvalslið Mikasadeildar kvenna:
Best í sókn: Auður Anna Jónsdóttir, KA
Best í uppgjöf: Miglena Apostolova, Þrótti Nes
Best í hávörn: Valdís Lilja Andrésdóttir, Þrótti Reykjavík
Besti uppspilarinn: Kristín Salín Þórhallsdóttir, HK
Besti frelsinginn: Steinunn Helga Björgólfsdóttir, HK
Besti þjálfarinn: Apostol Apostolov, Þrótti Nes
Efnilegasti leikmaður Mikasadeildar karla var Orri Þór Jónsson, HK.
Efnilegasti leikmaður Mikasadeildar kvenna var Hjördís Eiríksdóttir, Stjörnunni.
Besti dómari tímabilsins var Sævar Már Guðmundsson.