Í framhaldinu var ákveðið leita á heimili annars aðilans í Reykjavík og var sú húsleit framkvæmd í samstarfi lögreglunnar á Akureyri, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sérsveitar ríkislögreglustjóra og leitarhunda frá tollinum. Við húsleitina fundust um 200 grömm af hassi, lítilræði af marihuana og amfetamíni og nokkuð af þýfi m.a. fimm farölvur, tölvuflakkari, tölvuturn, 42" flatskjár og motorcross mótorhjól.