Fríður Leósdóttir eða Fía í Brynju, sem á og rekið hefur ísbúðina Brynju á Akureyri, hefur ákveðið að selja eftir 30 ár í rekstri. Hún vill þó ekki upplýsa nákvæmlega hverjir það eru sem munu senn taka við Brynju en segir að það séu menn að sunnan. Fía mun þó sinna rekstrinum áfram undir stjórn nýrra eigenda og segir að ísinn muni ekki taka neinum breytingum. Nánar er fjallað um málið og rætt við Fíu í prentútgáfu Vikudags.
-þev