Ferðamannabærinn Akureyri

Halldóra K. Hauksdóttir
Halldóra K. Hauksdóttir

"Akureyri getur orðið miðstöð ferðaþjónustu á landsbyggðinni ef vilji og áræði eru fyrir hendi. Ferðaþjónusta er í dag sú atvinnugrein sem aflar þjóðfélaginu mestra gjaldeyristekna og hefur þar með stungið sjávarútveg og stóriðju af," skrifar Halldóra K. Hauksdóttir, sem skipar fimmta sæti framboðslista Framsóknarflokksins á Akureyri.

"Á sumrin koma ríflega 70.000 ferðamenn til Akureyrar með skemmtiferðaskipum. Þeim þurfa að standa til boða fjölbreyttir afþreyingarmöguleikar á svæðinu. Þar myndi kláfur upp á topp Hlíðarfjalls verða eftirsóttur því flestir ferðamenn vilja vafalítið njóta útsýnis. Samhliða því gætu þeir varið meiri tíma á Akureyri til kaupa á ýmiss konar vörum og þjónustu sem er ávinningur fyri atvinnulíf bæjarins. Því þarf að taka óbein áhrif með í þeirri hagkvæmniskönnun sem yrði unnin."

Lesa alla greinina

 

Nýjast