Ferðagestir streyma norður

Ferðagestir á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti á Akureyri. Mynd/Þröstur Ernir
Ferðagestir á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti á Akureyri. Mynd/Þröstur Ernir

Stöðugur straumur ferðafólks hefur verið norður til Akureyrar í sumar og var gestafjöldi á tjaldsvæðum bæjarins í maí og júní heldur meiri en í fyrra. Þetta segir Tryggvi Marinósson forstöðumaður tjaldsvæðanna á Akureyri. Hann segir rigninguna í byrjun júlímánaðar hafa sett strik í reikninginn en ferðagestir séu þó að taka við sér á ný. Tryggvi segir ennfremur að erlendir ferðagestir séu meira áberandi í sumar en undanfarin ár.

throstur@vikudagur.is

Nánar er fjallað um  málið í prentútgáfu Vikudags sem kemur út í dag

Nýjast