Ferða- og bókakynning Ferðafélags Akureyrar

Ferða- og bókakynning verður í húsi Ferðafélags Akureyrar við Strandgötu fimmtudaginn 7. maí kl. 20:00. Kynntar verða ferðir á vegum FFA sumarið 2009. Frímann Guðmundsson fer stuttlega yfir viðamikla ferðaáætlun FFA, auk nýunga þ.e. tvær gönguvikur í sumar þar sem boðið verður upp á stuttar kvöldgöngur og einnig lengri ferðir í samstarfi við Ferðafélagið Hörg, 24x24 og Minjasafnið.

Bjarni Guðleifsson kynnir nýútkomna bók sína Á fjallatindum. Undirtitill bókarinnar er Gönguferðir á hæstu fjöll í sýslum landsins. Þá er rétt að geta þess að gönguferð á vegum félagsins á Hvarfshnjúk í Svarfaðardal hefur verið flýtt um viku og verður farin sunnudaginn 10. maí nk. en ekki laugardaginn 16. maí.

Nýjast