Fundur var haldinn í gær í Veðurklúbbi Dalbæjar á Dalvík og mættu níu félagar.
Farið var yfir veðurfar í janúar og voru klúbbfélagar mjög svo sáttir við hvernig spáin hafði gengið eftir. Nýtt tungl kviknar ekki í febrúar, en tungl kviknði 30. janúar í NV kl. 21:39. Hafa fundarmenn tilfinningu fyrir að vindar muni einkum blása úr gagnstæðri átt, suðlægum áttum.
Gert er ráð fyrir að febrúarmáður verði mildur og hitastig svipað og var í janúar og það styðja draumar einnig.
Við viljum vekja athygli á því að spádómar okkar um veðurfar eru einkum sniðnar að veðurfari hér um slóðir, þó svo að vissulega taki spáin til alls landsins og jafnvel út fyrir það, segir í tilkynningu.