Þegar ég fékk minn endanlega úrskurð fannst mér lífið vera búið. Ég fór heim, sagði konu minni tíðindin og brotnaði svo bara saman og fór að gráta. Ég hélt ég myndi ekki framar líta glaðan dag, segir Kristján Gunnarsson sem nýlega var kjörinn formaður Parkinsonfélags Akureyrar og nágrennis. Kristján greindist með Parkinsonveiki árið 2011, en hafði ári fyrr fengið langt og óþægilegt skjálftakast þar sem hann var um borð í
skemmtiferðaskipi.
Hægri hönd hans fór þá allt í einu og upp úr þurru að skjálfa. Ég man að einn ferðafélagi minni tók eftir þessu og það hrökk upp úr honum með það sama: Hvað, ertu nú komin með Parkinson?
Ítarlegt viðtal við Kristján má nálgast í prentútgáfu Vikudags.