,,Það stóð ekki til að hefja framkvæmdir við fangelsið fyrr en í júní. Hinsvegar stóð þannig á að það var hægt að flytja fangana suður og semja við verktakann um að hefjast handa fyrr og það var gert“ segir Valtýr Sigurðsson hjá Fangelsismálastofnun ríkisins um framkvæmdir við fangelsið á Akureyri.
Um talsverðar framkvæmdir er að ræða. Segja má að allt sé rifið innan úr núverandi fangelsi og það verði nánast fokhelt eftir, auk þess sem byggð verður ný bygging við húsið. ,,Það var um það að ræða að loka fangelsinu á Akureyri eða gjörbreyta því og það varð ofan á að gera það, Þegar þessum framkvæmdum lýkur höfum við fangelsi fyrir 10 fanga og það verður gjörbreytt fangelsi að nútímalegum hætti“ sagði Valtýr.