Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt í máli karlmanns og kvenmanns sem staðin höfðu verið að því að flytja tæplega 700 grömm af hassi frá Reykjavíkur til Akureyrar í febrúar á þessu ári. Karlmaðurinn var dæmdur í 6 mánaða fangelsi en konan í 45 daga fangelsi skilorðsbundið tiul tveggja ára.
Lögreglan stöðvaði bifreið þeirra við Kossastaði í Hörgárbyggð vegna gruns um umferðarlagabrot. Í fyrstu virtu þau ekki tilmæli lögreglum um að stöðva bifreiðina en gerðu það eftir skamma stund. Þegar í ljós kom að þarna voru ,,góðkunningjar" lögreglunnar á ferð var kallaður til lögreglumaður með leitarhund og fann hundurinn fíkniefnin fljótlega. Við yfirheyrslur játuðu bæði brot sitt en sögðu hitt ekki hafa vitað af hassflutningnum sem hefði verið fyrir ónafngreindan aðila til að lækka fíkniefnaskuld