Stjórn Samfylkingarinnar Akureyri fagnar því sérstaklega að stofnað verði embætti umboðsmanns skuldara, áður Ráðgjafastofa heimilanna, sem ætlað er að gæta hagsmuna skuldara. Samfylkingin á Akureyri hefur lengi barist fyrir því að Ráðgjafastofa heimilanna hafi starfsemi á Akureyri sem þjóni landsbyggðinni. Nú, þegar til stendur að stofna embætti umboðsmanns skuldara þá skorar stjórnin á stjórnvöld að koma upp starfsstöð á Akureyri til að koma til móts við íbúa landsbyggðarinnar, segir í ályktun stjórnar.