Þá fagnar bæjarráð þeirri höfðinglegu gjöf sem Samherji afhenti íþróttafélögum og félagasamtökum á Akureyri nýverið. Eins og fram hefur komið afhenti Samherji styrki til ýmissa samfélagsverkefna að fjárhæð 60 milljónir króna á dögunum. Flestir styrkirnir voru veittir til íþrótta- og æskulýðsfélaga á Akureyri og Dalvík og hæstu styrkina fengu KA og Þór, samtals 11 milljónir króna hvort félag.