27. nóvember, 2009 - 13:03
Forystumenn stéttarfélaganna Einingar-Iðju og Framsýnar í Þingeyjarsýslum fagna þeirri ákvörðun Samherja að greiða 300
starfsmönnum sínum í landi 100 þúsund króna launauppbót. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, segir það
eftirtektarvert þegar slíkt sé gert Hann segir að fyrirtæki gangi ekki nema hafa gott starfsfólk og því eigi það að njóta
þess þegar vel gengur.
Samherji á og rekur tvö fyrirtæki á félagssvæði Framsýnar, Silfurstjörnuna í Öxarfirði og Reykfisk á
Húsavík. Starfsmenn þeirra munu, eins og aðrir starfsmenn Samherja, njóta launauppbótarinnar. Framsýn fagnar þessu framtaki Samherja, sem er
öðrum fyrirtækjum til eftirbreytni.