Færri á tjaldsvæðunum

Umtalsvert færri gestir voru á tjaldsvæðum Akureyrar í sumar en sumarið í fyrra, og aðsóknin var undir meðallagi síðustu ára að sögn Ásgeirs Hreiðarssonar sem haft hefur umsjón með tjaldsvæðunum fyrir hönd skáta. Um 16 þúsund manns komu á tjaldsvæðið við Þórunnarstræti í sumar miðað við 17 þúsund í fyrra. Samdrátturinn er hinsvegar mun meiri á tjaldsvæðinu að Hömrum, þangað komu um 17 þúsund en voru um 25 þúsund í fyrra

Nýjast