Bjarni Eiríksson, sjávarútvegsfræðingur og starfsmaður Sjávarútvegsmiðstöðvarinnar á Akureyri, er í ítarlegu viðtali i Vikudegi þar sem hann ræðir m.a. möguleika sjávarútvegsins í Eyjafirði. Bjarni bendir á að Matís sé búin að loka rannsóknarstofum sínum á Borgum vegna hárrar húsaleigu og stofnunin hafi ekki kynnt neina stefnu um hvernig hún ætlar að haga sinni starfsemi á svæðinu. Þá er útibústjóri Hafró á svæðinu að flytja austur og ekki búið að boða neinn í staðinn.
Einnig hefur staða Sjávarútvegsmiðstöðvarinnar verið í óvissu um nokkurt skeið. Því má segja að á sama tíma og ríkisstjórnin kynnir flutning Fiskistofu norður erum við því að sjá þrjú störf farinn frá Matís, minnkandi starfsemi Hafró og óvissu hjá okkur. Ég er því hræddur um að við munum missa af góðum tækifærum til að byggja hér upp öflugt og fjölbreytt samfélag og hér geti jafnvel orðið fækkun á opinberum störfum þegar til lengri tíma er litið.
Nálgast má ítarlegt viðtal við Bjarna í prentútgáfu Vikudags