Fjöldi einstaklinga í einangrun á Norðurlandi eystra með kórónuveiruna er kominn niður fyrir hundrað en samkvæmt nýjum tölum á covid.is er 99 í einangrun og 135 í sóttkví. Því fækkar um einn í einangrun á milli daga.
Alls greindust átta innalandsmit í gær en ekki hafa greinst færri smit síðan 14. september.