Eyrarrósin veitt í tólfta sinn.

Frá afhendingu Eyrarrósarinnar 2015 á Ísafirði.  Kári Viðarsson tekur við Eyrarrósinni fyrir hönd Fr…
Frá afhendingu Eyrarrósarinnar 2015 á Ísafirði. Kári Viðarsson tekur við Eyrarrósinni fyrir hönd Frystiklefans á Rifi.

Eyrarrósin verður veitt í tólfta sinn snemma árs 2016, fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunnar.

Verðlaunin eru gríðarlega mikilvæg enda um veglega upphæð að ræða, en tilnefning til Eyrarrósar er einnig mikilsverður gæðastimpill fyrir þau afburða menningarverkefni sem hana hljóta. Að verðlaununum standa Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík. Tíu verkefni verða valin á Eyrarrósarlistann og þrjú þeirra hljóta tilnefningu til Eyrarrósarinnar ásamt peningaverðlaunum og flugmiðum frá Flugfélagi Íslands.

 Eyrarrósin 2016 auglýsir eftir umsóknum

 Umsóknarfrestur er til miðnættis 5. janúar 2016 og skal umsóknum skilað til Listahátíðar í Reykjavík á netfangið eyrarros@artfest.is

 Allar nánari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu Listahátíðar í síma 561-2444 og á vefsvæði Eyrarrósarinnar www.listahatid.is/eyrarrosin

 

 

Nýjast