Eyfirski safnadagurinn er nk. laugardag og af því tilefni verður frítt inn á söfnin á svæðinu frá kl. 13-17. Í Eyjafirði eru fjölmörg áhugaverð söfn og því ættu allir áhugasamir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Á söfnunum verður jafnframt söngur, hljóðfæraleikur, vísasöngur, rímnakveðskapur, ljóðasöngur og gítarspil. Söfnin sem bjóða í heimsókn eru: Sigurhæðir, Leikfangasafnið í Friðbjarnarhúsi, Minjasafnið á Akureyri, Iðnaðarsafnið, Amtsbókasafnið, Davíðshús, Nonnahús, Sjónlistamiðstöðin á Akureyri, Flugsafn Íslands á Akureyri, Útgerðarminjasafnið á Grenivík, Gamli bærinn í Laufási, Smámunasafnið Sólgarði í Eyjafjarðarsveit, Hús Hárkarla Jörundar í Hrísey, Byggðasafnið Hvoll á Dalvík, Friðland fuglanna, Húsabakka í Svarfaðardal, Náttúrugripasafnið í Ólafsfirði, Þóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði, Ljóðasetur Íslands á Siglufirði, Síldarminjasafn Íslands.