Hún var heldur betur óhefðbundin sunnudagsmessan hjá Hildi Eir Bolladóttur prest við Akureyrarkirkju um sl. helgi. Þá var blásið til sérstakrar Eurovision-messu og einungis sungin lög úr Eurovision í gegnum árin í stað hefðbundinna kirkjusöngva og var t.am. Gleðbankinn sungin í kór. Einnig vitnaði Hildur í keppnina sjálfa í prédikunarstólnum. Hildur segir messuna hafa slegið í gegnum hjá kirkjugestum og það hefur undirritaður einnig heyrt frá fólki sem var viðstatt.
Hildur hyggst halda áfram að brydda upp á nýjungum og verður með sérstaka EM-messu í byrjun apríl. Nánar er fjallað um þetta og rætt við Hildi í prentútgáfu Vikudags.
-Vikudagur 25. febrúar.