Eru nagladekk óþörf og veita falskt öryggi?

Myndin sem Pétur Halldórsson tók í síðustu viku sýnir talsverða svifryksmengun.
Myndin sem Pétur Halldórsson tók í síðustu viku sýnir talsverða svifryksmengun.

Margir eru á þeirri skoðun að nagladekk séu óþörf í umferðinni og skapi óþarfa mengun. Pétur Halldórsson, íbúi á Akureyri, tók mynd í umferðinni á Akureyri einn morguninn nýverið þegar hann hjólaði í vinnuna þar sem sjá má talsverða svifryksmengun í loftinu, sem hann segir stafa af völdum nagladekkja. Pétur segir að fyrir langflesta sé óþarfi að aka bílum sínum á nagladekkjum. Þau geri meira illt en gott og veiti falskt öryggi. Vikudagur ræddi við Pétur um málið og heyrði einnig í Sveini Bjarman, þjónustustjóra á dekkjasverkstæði Hölds, um hvort nagladekkin séu í raun nauðsynleg. Lengri frétt má sjá í prentútgáfu blaðsins.  

Nýjast