Skólanefnd Akureyrar samþykkti samhljóða á fundi sínum í vikunni, tillögu fræðslustjóra, um að ráða Ernu Rós Ingvarsdóttur í starf leikskólastjóra við sameinaðan leikskóla Flúða og Pálmholts. Í samræmi við samþykkt skólanefndar og bæjarstjórnar um stjórnkerfisbreytingar í skólum Akureyrarbæjar frá því fyrr á þessu ári verða leikskólarnir Síðusel og Holtakot sameinaðir undir eina stjórn þar sem Sigríður Gísladóttir leikskólastjóri Holtakots hefur ákveðið að láta af störfum. Samkomulag hefur náðst við Snjólaugu Pálsdóttur leikskólastjóra í Síðuseli um að verða skólastjóri og þær Guðrúnu Hafdísi Óðinsdóttur og Sólrúnu Eyfjörð Torfadóttur um að verða aðstoðarskólastjórar, en þær hafa setið í þeirri stöðu í sitt hvorum skólanum til þessa.