„Erfið ákvörðun að yfirgefa KA"

„Mér fannst þetta rétti tíminn til þess að breyta til. Þar sem samningur minn við félagið var að renna út núna í október og ég fékk skemmtilegt tilboð annars staðar frá ákvað ég að segja skilið við félagið á þessum tímapunkti,” segir Dean Martin, sem sl. mánudag hætti störfum sem þjálfari og leikmaður hjá meistaraflokki KA í knattspyrnu.

Dean hefur gert tveggja ára samning við ÍA þar sem mun m.a. gegna stöðu aðstoðarþjálfara hjá meistaraflokki karla, auk þess hann ætlar sér að spila með félaginu. Hann segir það þó hafa verið erfiða ákvörðun að yfirgefa KA.

„Ég er búinn að læra heilmikið sl. þrjú ár og fer sáttur, en þetta var virkilega erfið ákvörðun," segir hann.

Nánar er rætt við Dean Martin í Vikudegi á morgun.

Nýjast