Málið var til umfjöllunar á fundi skipulagsnefndar í gær og þar kemur fram að óskað var eftir umsögn Flugstoða á
tillögunni. Ljósamöstur á KA svæðinu ganga upp fyrir hindranaflöt Akureyrarflugvallar og eru þau samþykkt eins og fram kemur á teikningum
með því skilyrði að á topp þeirra verði sett rauð hindranaljós í samræmi við Flugvallarreglugerð. Ljósin skulu loga
allan sólarhringinn og þannig tengd að ekki verði slökkt á þeim af vangá.
Skipulagsnefnd samþykkti að bæta við í greinargerð texta um rauð hindranaljós á ljósamöstur. Nefndin leggur til við
bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt þannig breytt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.