Elko stefnir á opnun á Akureyri á þessu ári

Verslun Elko verður um 800 fermetrar og 8-10 starfsmenn.
Verslun Elko verður um 800 fermetrar og 8-10 starfsmenn.

Raftækjaverslunin Elko stefnir á opnun á Akureyri í sumar eða haust ef áætlanir ganga eftir. Samkvæmt upplýsingum blaðsins verður verslunin í sirka 800 fermetra rými og 8-10 starfsmenn.

Vikudagur greindi fyrst frá væntanlegri komu Elko til Akureyrar árið 2016. Áætlað var að Elko og Krónan yrðu báðar við Glerárgötu 36 og á milli verslanana yrði bílastæði.

Eftir því sem blaðið kemst næst er hins vegar stefnt að því nú að Elko verði við Tryggvabraut þar sem verslun N1 er til húsa. Festi ehf., sem á rekur bæði N1 og Elko, hefur sótt um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi númer 36 við Glerárgötu þar sem fyrirhugað er að koma fyrir þjónustuverslun N1.   

 

Nýjast