Hún hefur á kjörtímabilinu setið í framkvæmda- og bæjarráði, verið formaður skólanefndar og stjórnar Akureyrarstofu. Elín Margrét hefur starfað við Háskólann á Akureyri frá árinu 1999 og verið símenntunarstjóri frá árinu 2000. Áður starfaði hún sem hjúkrunarfræðingur, lengst við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Elín Margrét er með meistaragráðu í hjúkrunarstjórnun frá Glasgow Háskóla á Skotlandi. Hún er gift Kjartani Helgasyni lögreglumanni og eiga þau tvö börn.