Eldur kom upp í húsnæði prjónastofunnar Glófa við Hrísalund á Akureyri í kvöld. Slökkvilið Akureyrar fékk
tillkynningu um eldinn skömmu fyrir kl. 23.00 og þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn var lítill eldur í prjónavél í
miðrými hússins en mikill reykur. Húsið var mannlaust. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og eru slökkviliðsmenn þessa stundina að
reykræsta húsnæðið.
Rafmagn fór af stórum hluta landsins í kvöld, eða Vesturlandi, Norðurlandi og Austurlandi. Eldsupptök eru óljós en Ólafur
Ívarsson tæknistjóri Glófa telur að eldsupptök í prjónavélinni megi rekja til þess þegar rafmagnið kom inn aftur fyrr í
kvöld.