Slökkviliðið á Akureyri var kallað að fjölbýlishúsi við Tjarnarlund 17 um klukkan þrjú í dag. Eldur kom upp í geymslu á jarðhæð og lagði mikinn reyk um stigang hússins. Ekki reyndist nauðsynlegt að rýma húsið en íbúar voru hvattir til að loka hurðum og gluggum. Slökkviliðið vinnur nú að því að slökkva eldinn en grunur leikur á að kviknað hafi í út frá rafmagnstæki, segir á vef RÚV.