Kona sem sló mann með glasi í höfuðið á skemmtistað á Akureyri fyrr á árinu var ekki dæmd fyrir verknaðinn í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Konan og maðurinn rákust saman á dansgólfi, maðurinn sneri sér þá að konunni og hrækti á hana og konan svaraði með því að slá manninn í höfuðið með glasi. Glasið brotnaði og maðurinn hlaut sár sem þauma þurfti saman. Maðurinn fór fram á 666 þúsund króna skaðabætur en dómurinn ákvað að konan skyldi greiða honum 116 þúsund.