Haukur Tryggvason, veitingamaður á Græna hattinum hefur undanfarin ár haslað sér völl sem einn helsti tónleikahaldari á Íslandi og ómissandi hluti af íslensku „músík-senunni“. Fjölmiðlafræðinemar við HA ræddu við Hauk en viðtalið birtist fyrst í Jólablaði Vikdudags.
Áttu þér uppáhalds hljómsveit sem hefur spilað á Græna hattinum?
Nei, ekki eina. Ég á kannski tíu uppáhalds. Gömul uppáhalds hljómsveitin mín var að spila hérna í sumar, hljómsvetin Focus, frægasta hljómsveit Hollands.
Ef þú gætir bara fengið eina hljómsveit í viðbót til að spila á Græna Hattinum, hvaða hljómsveit væri það?
Trúbrot, lifunar útgáfan.“
Hvernig eru jólin á þínu heimili, eigið þið einhverjar sérstakar hefðir?
Við höfum engar fastar hefðir. Við erum með góðan mat á aðfangadag. Það voru alltaf rjúpur en nú er erfitt að fá þær, þar sem ég skýt ekki sjálfur. Við verðum með önd í ár, humar í forrétt og góðan eftirrétt. Svo læt ég einhvern bjóða mér í hangikjöt á jóladag.
Skreytir þú mikið heima hjá þér?
Nei það er í lágmarki.
Jólin koma ekki fyrr enn?
Þegar ég set á uppáhalds jólaplötuna mína með Bryan Wilson “What I Really Want For Christmas“ á fóninn.
Uppáhalds jólagjöf sem þú hefur fengið
„Beatles for sale“ sem ég fékk þegar ég var 9 ára
Ertu jólabarn?
Nei.
Uppáhalds jólalag?
Í augnablikinu er það „Það snjóar með Sigurði Guðmundssyni.“
Eitthvað jólalag sem þú þolir ekki?
Já þau eru býsna mörg og mér finnst óþolandi þegar verið er að spila jólalög í nóvember. „Jólahjól“ og „Ef ég nenni“ eru í topp tíu. En alversta jólalagið er „Jól alla daga“.
Aðfangadagur eða Gamlársdagur?
Gamlárs, annars er aðfangadagur líka yndislegur.
Eitthvað áramótaprógram á Græna?
Það er lokað hér á Gamlársdag og við opnum aftur 20. janúar, það er eiginlega eina þriggja vikna fríið sem ég fæ á árinu.
EPE/HM