Málið var til umfjöllunar á síðasta fundi stjórnar Akureyrarstofu. Þar kom fram að ljóst væri að þessi niðurstaða hefði samsvarandi áhrif á fjárhagsáætlunargerð Akureyrarbæjar. Einnig var á fundinum farið yfir breytingar á fjárhagsáætlun bæjarins á milli umræðna í bæjarstjórn. Lækka á kostnað vegna yfirvinnu og bregðast þarf við því að framlag menntamálaráðuneytisins er 10 milljónum króna lægra en samningur gerir ráð fyrir.