Rannsóknarborunum á Þeistareykjum var frestað um mánaðamótin október/nóvember um eitt ár, þar sem Alcoa taldi óvarlegt að ráðast í miklar fjárskuldbindingar á þessum erfiðu tímum í efnahagsmálum heimsins og vegna þess að ekki náðist samkomulag um kostnaðarskiptingu milli Landsvirkjunar og Alcoa. Áfram er unnið eftir viljayfirlýsingu Alcoa, Norðurþings og ríkisstjórnarinnar og Alcoa vinnur áfram að mati á umhverfisáhrifum álvers og að sameiginlegu mati framkvæmda sem tengjast fyrirhuguðu álveri á Bakka.