Ekki boðlegt að bjóða ekki upp á salerni

Þrátt fyrir aðstaðan sé til staðar er ekki boðið upp á almenningssalerni í miðbæ Akureyrar. Mynd/Þrö…
Þrátt fyrir aðstaðan sé til staðar er ekki boðið upp á almenningssalerni í miðbæ Akureyrar. Mynd/Þröstur Ernir

Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir óásættanlegt að ekkert almenningssalerni sé til staðar í miðbæ Akureyrar. Eins og Vikudagur hefur áður fjallað um hafa ferðamenn kosið í stórum stíl að nýta sér salernisaðstöðuna í Akureyrarkirkju og þar hefur ástandið vart þótt boðlegt.

Einnig hefur ferðamönnum verið bent á salernin í Hofi, sem eru þó ekki almenningssalerni í venjulegum skilningi og hafa ekki verið auglýst sem slík.

„Það er full þörf á bættri salernisaðstöðu í miðbænum að mínu mati og hvorki boðlegt að Menningarfélagið eða kirkjan taki við ferðamönnum sem þurfa að fara á salernið,“ segir Arnheiður, sem kveðst vilja rukka fyrir salernisaðstöðu og mun funda með bæjaryfirvöldum um málið í haust. Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags.

-þev

 

Nýjast