Ekkert smit greindist í gær á Norðurlandi eystra samkvæmt nýjum tölum á covid.is um kórónuveirusmit. Hins vegar fjölgar fólki um tuttugu í sóttkví. Nú er 38 í einangrun í landshlutanum sem er sami fjöldi og í gær en 119 eru í sóttkví.
Alls greindust 30 með kórónuveiruna innanlands í gær.