Sú nýbreytni hófst í Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar nýverið að leyfa ekki sölu á sælgæti og gosdrykkjum fyrr en eftir klukkan 16:30 á daginn. Reglan hefur verið sú að selja ekki sælgæti á skólatíma eða fyrr en klukkan tvö. Ingibjörg Isaksen, forstöðumaður í Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar, segir að með þessu sé takmörkun á sölu sælgætis tekið skrefinu lengra. Ingibjörg er einnig formaður íþróttaráðs á Akureyri og tók málið upp á fundi íþróttaráðs í vikunni þar sem stefnt er að samskonar breytingu í íþróttamannvirkjum bæjarins. Lengri frétt um málið má nálgast í prentútgáfu Vikudags.
-Vikudagur, 21. janúar