Ekkert mark tekið á reynslu!!

Akureyringuninn Árni Bjarnason, forseti Farmanna og fiskimannasambands Íslands, hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu í tilefni af ákvörðun sjávarútvegsráðherra um aflaheimildir á næsta fiskveiðiári. Segir hann ekkert mark tekið á margreyndum sjómönnum.

 

Yfirlýsing Árna er svohljóðandi:

Yfirlýsing frá Árna Bjarnasyni forseta FFSÍ.

Nú þegar ákvörðun sjávarútvegsráðherra um gríðarlegan niðurskurð á leyfðum þorskafla liggur fyrir næsta fiskveiðiár vil ég, fyrir hönd þeirra fjölmörgu skipstjórnarmanna sem við mig hafa rætt, lýsa yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun ráðherra. Ekkert mark er tekið á skoðunum manna sem búa yfir gríðarlegri reynslu á þessu sviði og þeim borið á brýn að um skammtímahagsmuni sé að ræða af þeirra hálfu. Stjórnvöld taka þess í stað þann kost að fara í einu og öllu eftir tillögum Hafrannsóknastofnunarinnar sem að margra mati eru byggðar á sandi.

Nýjast