Eiríkur leiðir nefnd um Fiskistofu

Eiríkur Björn Björgvinsson.
Eiríkur Björn Björgvinsson.

Bæjarstjórn Akureyrar mun setja á laggirnar nefnd á næstu dögum sem mun aðstoða við áætlaðan flutning Fiskistofu til Akureyrar. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, mun leiða nefndina. Bæjaryfirvöld munu gera sérstakt kynningarefni sem snýr að bænum fyrir starfsfólk Fiskistofu. „Þarna verða t.d. upplýsingar um atvinnumöguleika fyrir maka, hvernig staðan er í húsnæðismálum og framboð á leikskólum,“ segir Eiríkur Björn.

throstur@vikudagur.is

Nýjast