„Einstakir möguleikar til útivistar og íþrótta“

Ingibjörg Isaksen.
Ingibjörg Isaksen.

„Íþróttamál skipa stóran sess hér í bæ. Sama hvort um er að ræða skipulagða íþróttastarfsemi eða almenningíþróttir. Þessi áhugi bæjarbúa á íþróttum og almennri hreyfingu er tækifæri sem við ættum að nýta betur. Í rannsóknum kemur fram að regluleg hreyfing lækkar kostnað við heilbrigðisþjónustu, eykur framleiðni, styrkir skólastarf, dregur úr fjarveru frá starfi, hvetur til samvinnu og samstöðu. Sem forvörn er hreyfing ein hagkvæmasta og áhrifaríkasta leiðin að bættri lýðheilsu.“

Þetta segir Ingibjörg Isaksen formaður íþróttráðs. Í fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2015 er áætlað að um 1400 milljónir fari til íþróttamála. Mikill hluti þess fjármagns fer í rekstur fjölbreyttra íþróttamannvirkja bæjarins, s.s. innri leigu, launakostnað og annan rekstrarkostnaður þessara íþróttamannvirkja. Nánar er rætt við Ingibjörgu um íþróttamál bæjarins í prentútgáfu Vikudags.

Nýjast