Þrátt fyrir að vera einstæð móðir með þrjú börn lét Margrét Kristín Helgadóttir það ekki stoppa sig í að hella sér í bæjarmálin og segir mikilvægt að bæjarfulltrúar endurspegli sem flesta hópa samfélagsins. Hún er bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar á Akureyri og segist snemma hafa fengið áhuga pólitík. Á framhaldsskólaárunum gerðist hún feministi og barátta fyrir jafnrétti hefur verið henni hugleikin allar götur síðan.
Margrét tók sér mánaðarfrí í vor frá bæjarmálum til að klára lokaritgerð í opinberri stjórnsýslu. Hún segir það oft hafa komið sér vel að eiga góða að þegar bæjarmálin og námið tóku mikinn toll. Vikudagur ræddi við Margréti en nálgast má viðtalið í prentútgáfu Vikudags.
-þev