Birna G. Konráðsdóttir nemandi við Háskólann á Akureyri fór í ferð til Riga í Lettlandi í vor og kynnti sér samstarfsverkefni háskólanna í Riga og á Akureyri. Birna gerði sérstakt verkefni um ferðina og ræddi m.a. við Markus Meckl, prófessor við HA, um hvernig samstarfið kom til en Markus er einmitt frumkvöðull að samstarfi háskólanna. Einnig ræddi Birna við Letta sem komu til Akureyrar í nám og sömuleiðis nemendur við HA sem fóru til Riga.
Birna forvitnaðist m.a. um muninn á skólunum, námi og aðstöðu, bæjunum og lífinu á þessum tveimur stöðum, sem er töluverður. Nálgast má viðtalið í prentútgáfu Vikudags.