Akureyri náði þó ekki að hrista Stjörnuna af sér og gestirnir minnkuðu muninn í eitt mark áður en flautað var til leikhlés og staðan hálfleik, 13:12 fyrir heimamenn. Akureyri var ávallt skrefinu á undan í seinni hálfleik og náði fjögurra marka forystu, 25:21, þegar skammt var til leiksloka. Stjarnan neitaði hins vegar að gefast upp og þegar ein mínúta var eftir af leiknum minnkuðu gestirnir muninn niður í eitt mark, 25:24. Einum manni færri lögðu Akureyri af stað í sókn en misstu boltann frá sér og Stjarnan tók leikhlé þegar hálf mínúta var eftir og spennan í Höllinni rafmögnuð.
Stjörnumenn fengu tvívegis tækifæri til þess að jafna leikinn en Hörður Flóki Ólafsson kórónaði góða frammistöðu sína í leiknum í marki heimamanna með því að verja í tvígang frá Stjörnunni á lokasekúndum leiksins og tryggði norðanmönnum mikilvæg tvö stig.
Í liði Akureyrar var Jónatan Þór Magnússon markahæstur með 7 mörk þar af 3 úr víti. Oddur Gretarsson kom næstur með 6 mörk þar af 1 úr víti, Heimir Árnason skoraði 4 mörk, Árni Þór Sigtryggsson 3 mörk og aðrir minna. Sem fyrr segir átti Hörður Flóki stórleik í marki heimamanna og varði 26 skot í leiknum, þar af 3 víti.
Í liði Stjörnunnar var Vilhjálmur Halldórsson, Þórólfur Níelsen, Guðmundur Guðmundsson og Kristján Svan Kristjánsson markahæstir með 4 mörk hver. Þá átti Roland Eradze fínan leik í marki Stjörnunnar með 20 skot varin, þar af 2 víti.
Eftir leikinn í kvöld er Akureyri með 5 stig í deildinni eftir 5. umferðir en Stjarnan hefur 2 stig.