Segja má að heldur kuldalegt hafið verið þegar fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins Magellan lagðist að bryggju í morgun. Með skipinu eru rétt tæplega 1000 ferðamenn en í áhöfn eru 600 manns. Helmingur farþega fer í skoðunarferðir austur til Mývatnssveitar en aðrir farþegar eru nú að spássera um Akureyri.
Alls munu 92 skemmtiferðaskip koma til Akureyrar í sumar að sögn Péturs Ólafssonar hafnastjóra.