Eining Iðja samþykkti samninginn

Björn Snæbjörnsson form. Einingar-Iðju/ mynd karl eskil
Björn Snæbjörnsson form. Einingar-Iðju/ mynd karl eskil

Félagsmenn Einingar-Iðju í Eyjafirði sem starfa á almenna vinnumarkaðinum samþykktu nýjan samning við Samtök atvinnulífsins sem skrifað var undir þann 20. febrúar sl. Kjörfundur stóð yfir 4. og 5. mars og voru atkvæði talin fyrr í dag.

Kjörsókn aðeins 15,4 %

Á kjörskrá voru 2.875, atkvæði greiddu 437 eða 15,4%. Já sögðu 367 eða 84% og var samningurinn því samþykktur, bæði á atkvæðafjölda og ónógri þátttöku. Nei sögðu 70 eða 16%

Nýjast