„Eigum góða möguleika"

„Við eigum góða möguleika. Við höfum haft ágætis tak á Birninum í vetur en það getur verið hættulegt að vera með einhverjar yfirlýsingar fyrir úrslitakeppnina," segir Sigurður Sveinn Sigurðsson leikmaður Skautafélags Akureyrar, um væntanlega rimmu SA og Bjarnarins í úrslitum Íslandsmótsins í íshokkí karla sem hefst eftir viku.

Björninn tryggði sér sæti í úrslitum með 9:4 sigri gegn SR sl. þriðjudagskvöld. Fyrsti leikur SA og Bjarnarsins í úrslitakeppninni verður fimmtudaginn 4. mars næstkomandi í Skautahöll Akureyrar.

Nánar í Vikudegi í dag.

Nýjast